Miðvikudagur 15. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Björgvin þráir þingsæti

Margir skoða nú stöðu sína með væntingar um  þingsæti að leiðarljósi. Á meðal þerra sem hermt er að líti til veðurs er Björgvin Guðni Sigurðsson, fyrrverandi leiðtogi Saamfylkingar á Suðurlandi. Björgvin var á sínum tíma undrabarn í pólitík og varð barnungur ráðherra Samfylkingar. Vandinn var hins vegar sá að hann var einn helstu ábyrgðarmanna hrunstjórnar Geirs H Haarde og glataði trausti kjósenda. Björgvin hefur síðan verið á pólitískum vergangi og lítill vilji til að gefa honum tækifæri. Nú er hvíslað um að hann sé að gá til veðurs með það fyrir augum að fara fram í suðurkjördæmi sem leiðtogi. En þar er fyrir á fleti Oddný G. Harðardóttir, sem þykir föst fyrir og með sæmilega sterka stöðu …

Einhverfum syni Þórhalls sýnt ógnvekjandi myndband: „Hættu nú, þvílíkur viðbjóður“

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd / Skjáskot RÚV.

Þórhallur nokkur er gjörsamlega orðlaus eftir að tveimur einhverfum drengjum var sýnt ógnvekjandi myndband í grunnskóla þeirra í gær. Átta ára sonur hans var annar drengjanna.

Þórhallur lýsir hneykslan sinni inni í hópi íslenskra feðra á Facebook. Lýsir hann málavöxtum þannig að drengjunum hafi upphaflega verið sýnt myndband um íslensku jólasveinana en í kjölfarið, þegar drengirnir hafi verið eftirlitslausir, hafi í kjölfarið komið hrottaleg íslensk stuttmynd. Ungur sonur Þórhalls var lamaður af ótta eftir á, svaf varla í nótt og treystir sér hvergi til að vera einsamall í dag. Myndandið sem drengirnir fengu að sjá fylgir hér neðan í fréttinni.

„Ég er svo gjörsamlega orðlaus. Í gær var kennarinn hans að sýna honum og öðrum einhverjum nemanda myndband af Youtube um íslensku jólasveinana. Síðan poppar upp þetta myndband. Þarna sitja tveir eftirlitslausir einstaklingar stjarfir af ótta að horfa á þetta ógeðslega myndband,“ segir Þórhallur og bætir við:

„Ég get bara talað fyrir hönd sonar míns sem var gjörsamlega lamaður af ótta. Það var ekki hægt að skilja hann eftir einan neinstaðar í dag og í gær. Hann svaf varla í nótt sökum ótta.“

Þórhallur segir að fulltrúar skólans hafi haft samband við foreldrana í gær og látið vita af atvikinu. „Hvorugt okkar gerðum okkur grein á þeim tíma hversu grafískt þetta myndband er, þar sem kennarinn var ekkert að tjá okkur það og gerði frekar óbeint lítið úr þessu. Það var ekki fyrr en í morgun sem við horfðum á það og skildum algjörlega af hverju sonur okkar er svona hræddur,“ segir Þórhallur.

Fjölmargir feður lýsir hneykslan sinni yfir því að ungu drengjunum hafi verið sýnt myndbandið, eftir að hafa verið eftirlitslausir í skólanum. Davíð nokkur er einn þeirra. „Hugur minn er hjá drengjunum. Þetta er viðbjóður,“ segir Davíð.

Og Orri er ekki sáttur. „Youtobe er ekki fokking barnapössun! Djöfulsins rugl. Ég vona að drengnum þínum líði betur,“ segir Orri. Ingimar segir sjálfur hafa orðið hræddur. „Holy Moly! Ég varð bara smá smeykur sjálfur.“

Gunnar nokkur hefur svipaða sögu að segja. „Dóttir mín sá þetta einmitt óvart á leikskóla þegar hún var 3 ára. Hún fór í viðtal hjá sálfræðingu en eftir þetta þorð hún ekki að vera ein á efri hæð og það mátti ekki syngja sofðu unga ástin mín í langar tíma. Tók alveg nokkur ár að ná þessu úr sér,“ segir Gunnar.

Einar spyr hvort ekki sé ólöglegt að selja ónýtar vörur: „Er ekki komið nóg af þessu rugli?“

Einar Scheving hljóðfæraleikari er virkilega ósáttur við þær matvörur sem Íslendingum eru seldar. Ekki bara séu þær dýrastar á heimsvísu heldur sé oft hluti þeirra ónýtur þegar heim er komið með vöruna.

Einar spyr netverja að því í færslu sinni á Facebook hvort slíkir verslunarhættir séu löglegir.  Hann birtir þar mynd af appelsínum sem hann hafði keypt og voru nokkrar myglaðar í pokanum. „Er löglegt að selja ónýta matvöru? Er ekki komið nóg af þessu rugli? Ekki einungis er dýrast á heimsvísu að versla í matinn á Íslandi, heldur er hluti hans ónýtur líka. Annars er ég hressari en vindurinn (sem væri reyndar efni í aðra færslu),“ segir Einar.

Halldór Högurður er einn þeirra sem tjáir sig undir færslu Einars. „Dýrafóður keypt á slikk í Hollandi, það er það sem þið lifið við,“ segir Halldór.

Jón Baldursson segist oft hafa lent í þessu saman. „Held ég hafi aldrei keypt Mandarínu/Clementínu kassa öðruvísi en að eitthvað í kassanum væri myglaður,“ segir Jón.

Bjarni Baldvinsson töframaður veltir fyrir sér hvort Íslendingar hafi jafnvel haft það betra fyrr á tímum. „Hvar eru dönsku einokunarkaupmennirnir þegar mapur þarf á þeim að halda???,“ spyr Bjarni.

Aðalheiður ætlaði ekki að trúa hverju var hent inn um gluggann hjá henni: „Var þvílikt óþægilegt“

Útlit er fyrir óaldarástand í Grafarvoginum þar sem íbúar hafa verið hrekktir með ýmsum hætti undanfarna daga. Hið nýjasta er að inn um gluggan hjá Aðalheiði nokkurri var hent logandi froski sem setti allt í uppnám á heimilinu.

Aðalheiður segir frá atvikinu inn í hópi hverfisbúa á Facebook. „Ég bý í Víkurhverfinu og það var hent inn um gluggan hjá mér frosk eða þviumlíkt logandi. Glugginn er neðarlega svo það þarf að fara inn í garðinn leggjast allega á fjórarfætur til að koma þessu inn. Sem betur fer vorum við hjón heima, kósi að horfa á sjónvarpið. Þegar þetta kom inn þvílikt óþægilegt. Maðurinn minn var með skjót viðbrögð náði að henda þessu út og slökkva. Skemmd á gólfinu. Lét lögregluna vita hún kom og ætlar að fylgjast með,“ segir Aðalheiður og bætir við:

„Erum enn að reyna að ná lyktinni út.“

Fjölmargir íbúar Grafarvogs tjá sig undir færslu Aðalheiðar og eru flestir á þeirri skoðun hversu hriikalega lífreynsla þetta hafi verið fyrir hana að fá froskinn inn um gluggann. Susanne nokkur er ein þeirra. „Þetta er hrikaleg lífsreynsla! Hvað er eiginlega í gangi?,“ segir Susanne.

Steingerður er því sammála. „Þetta er auðvitað alls ekki í lagi, úff hvað þetta hefur verið óþægilegt,“ segir Steingerður.

Nú er spurning hvort hér sé á ferðinni sama skemmdarverkagengi drengja sem hrekkt hefur bílstjóra í Grafarvoginum undanfarið. Drengirnir leggja það meðal annars í vana sinn að raða hnullungum á akvegi í hverfinu.

Jóhannes nokkur, íbúi í Grafarvogi, bendir á að unglingar hverfisins stundi ýmsa hrekki þessa dagana. „Það voru unglingar að ganga upp vættaborgir i átt að spöngini um kl 22 +- sem voru að henda kinverjum logandi hingað og þangað,“ segir Jóhannes.

Magnús Hlynur vill að Vigdís Finnbogadóttir fái fyrstu sprautuna gegn Covid-19

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður er á því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, eigi að fá fyrstu sprautuna hér á landi með bóluefni gegn Covid-19.

Skoðun sína setur Magnús fram í færslu á Facebook en fyrir henni færir hann engin frekari rök. Honum finnst bara að Vigdís eigi að fá fyrstu sprautuna.

„Mér finnst að frú Vigdís Finnbogadóttir eigi að fá fyrstu bólusetningasprautuna á Íslandi þegar að því kemur,“ segir Magnús Hlynur.

Þónokkrir vinir fréttamannsins líka við færsluna á meðan aðrir spyrja hvers vegna Vigdís ætti að vera sú fyrsta. Enn aðrir stinga upp á því að næst á eftir forsetanum fyrrverandi ætti að vera fyrrum forsetafrúin, Dorrit Moussaieff. Það er hins vegar óþarfi því bæði Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, hafa fengið Covid-19.

Mér finnst að frú Vigdís Finnbogadóttir eigi að fá fyrstu bólusetningasprautuna á Íslandi þegar að því kemur.

Posted by Magnús Hlynur Hreiðarsson on Tuesday, December 15, 2020

 

Íslandsbanki sakaður um rasisma – Tara ver bankann – „Allt í einu farið að tala um kynþátt fólks“

Auglýsingu Íslandsbanka þar sem rætt er við Þorstein V. Einarsson femínista hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á Facebook. Í athugasemdum eru nokkrir sem saka bankanum um rasisma. Auglýsingin er hluti af svokölluðum „bransasögum“ þar sem rætt er við ýmislegt fólk í samfélaginu.

Nokkrir skrifa athugsemd og segja það rasisma hvernig Þorsteinn talar um hvíta menn. Hann haldi fram amerískri kreddu sem eigi varla við hér á landi. Jóhannes S. Ólafsson lögmaður skrifar athugasemd við auglýsinguna og segir:

„Þetta er ekki bankanum til framdráttar. Það að flokka fòlk yfir höfuð í hòpa eftir húðlit, er eitthvað sem var horfið og við ættum að berjast hart gegn endurlífgun slíkrar hugmyndafræði. En það að stunda slíka flokkun og telja það síðan viðkomandi hòp að einhverju leyti til vansa, að húð þeirra sé svona eða hinsegin á litinn, er hreinn rasismi. Ekki í fyrsta sinn sem þessi aðili talar til karlmanna sem hòps en passar sig að taka „non-white“ karlmenn út fyrir það mengi, enda ljòst að þeir eru ekki svona illa uppaldir eins og þessir hvítu? Er skv. þessu ekki þörf á því að þessir „brúnu og svörtu“ strákar taki sig saman í andlitinu og taki þátt í þessari báráttu sem hann óskar eftir að „hvítir“ geri? What the actual fuck?“


Annar maður tekur undir og svona tal um húðlit manna ekki æskilegan. „Við hvítu gagnkynhneigðu strákarnir? Sorglegt hvernig það er allt í einu farið að tala um kynþátt fólks í daglegu tali á Íslandi, sem einhverskonar gagnlega flokkun – eitthvað sem hefur byrjað að gerast bara á síðust tveim, þrem árum. Bein áhrif frá Bandaríkjunum. Eru „karlmennsku hugmyndir“ þeirra með dekkri húð „betri“ en annara?,“ spyr Jón Ásgeir Jónsson.

Jón Ólafur Gústafsson segir viðtalið við Þorstein gott að flestu leiti, fyrir utan þetta. „Frábært video, en afhverju segir hann „Gangkynhneigðir HVÍTIR strákar?“ erum við ekki árið 2020 nei bara spyr okbæ. Þú ert greinilega bara rastisti með naglalakk ekki femínsti.“

Sigursteinn Snorrason hélt að svona flokkun með húðlit væri liðin tíð. „Ég hélt að það væri ekki lengur til siðs að dæma fólk út frá kynjum, lit eða öðru slíku. En greinilega er ég að misskilja, enda ekki furða, miðað við hvernig ég fæddist.“

Tara ver bankann

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, baráttukona gegn fitufordómum, kemur bankanum til varnar í athugasemd við fyrrnefnda gagnrýni Jóns Ásgeirs. „Kynþáttur og húðlitur fólks hefur alltaf verið ráðandi í lífi þeirra hvort sem það hefur verið talað um það eða ekki. Allt í lagi að fara að setja það í orð.“

Inga Henriksen dansari tekur undir með henni og skrifar: „Afhverju nefnir hann þennan hóp? Kannski vegna þess að þarna hjá þeim liggja fordómar? Og gagnvart minnihlutahópum. Þetta er hópurinn sem trúit ekki á að.það.sé til svokölluð nauðgunarmenning á Íslandi og segja ekki halla á annað kynið. Og það seu ekki svona miklir fordómar en þessi svör hér eru morandi í fordómum. Voða settlegum enn fordómum. Hann er ekki með rasisma. Og þeir sem apa upp eftir þeim fyrsta sem kemur með.það.komment hefur greinilega hvorki horft né hlustað. Það að segja að hvítir séu blindir a fordoma vegna eigin forréttimda er rett.. bara staðreynd og kallast forrettindablinda. Það að benda a það hvar þessar eitruðu hugmyndir liggja er ekki rasismi. Heldur staðreynd.“

Forréttindastuðull

Fyrrnefndur Jón Ásgeir svarar þeim fullum hálsi. „Inga og Tara: Húðlitur getur vissulega haft áhrif á líf fólks eins asnalegt og það er. En að draga lit húðar inní þetta mál, sem og flest önnur þessa dagana, þegar málefnið kallar alls ekki á það er kynþáttahyggja. Nema skilaboðin séu náttúrulega sú, að það sé skjalfest að hvítir karlmenn (lesist; forréttindapésar) séu öðrum síðri í þessum málum. Finnst það varla ríma við stöðu kvennréttinda og almenns hugmynda frjálsræðis í hinum vestræna heimi (miðað við aðra heimshluta) þar sem pésarnir eru nú flestir,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Hin skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessu er að karlmenn með meira litarefni í húðinni, á Íslandi , njóti ekki forréttinda og því sé ekki hægt að ætlast til af þeim að breyta hegðun sinni ef hún er „eitruð“. Þá erum við komin í miklu flóknara pússluspil, þar sem við þurfum einnig að meta hvern hvítan karlmann eftir „forréttindastuðli“. Vega líf hans og svo dæma, hefur hann: misst foreldra/nákomna, lent í slysi, dílað við þunglyndi, misst vinnuna o.s.frv. Þeir sem skora nógu hátt á slíkum stuðli mega þá væntanlega halda sínum karlmennsku hugmyndum? Hljómar þetta fáránlega? Já það finnst mér líka.“

 

Steingrímur segir fólk misskilja „grenjandi minnihluta“ – „Hefur ekkert með grát að gera“

Steingrím J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að orð hans um „grenjandi minnihluta“ séu misskilin af mörgum, þar á meðal Guðna Ágústssyni, fyrrverandi ráðherra. Guðni hjólaði í Steingrím í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær vegna ummæla Steingríms um að einungis „grenjandi minnihluta“ væri mótfallinn frumvarpi um Miðhálendisþjóðgarð. Ummælin, sem féllu á Alþingi, hafa þótt gífurlega óvinsæl meðal sumra. Hópur andstæðinga frumvarpsins á Facebook heitir til að minna Örlítill grenjandi minnihluti.

Steingrímur segir fólk misskilja orð sín í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Í greinni svarar hann Guðni en ræðir þetta þó sérstaklega. „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það,“ segir Steingrímur.

Hann segist enn fremur ekki hafa verið að vísa til bænda eða landsbyggðarfólks. „Ég var ekki að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu eins og það er upplýsir Guðni, þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til,“ segir Steingrímur.

„Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs. Tíu prósentin sem lýstu andstöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla örlítinn eða mjög mikinn („grenjandi“) minnihluta. Það er tölfræðilegt mat en hefur ekkert með skoðanafrelsi eða virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum að gera.“

 

Kári réttir reiðum Jóni sáttahönd – Átti að vera hrós að nefna börnin – „Það var ekki drengilegt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, svarar í dag pistli Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla í Boston. Þeir tveir hafa átt í nokkurskonar ritdeilu undanfarna mánuði. Jón Ívar kvartaði undan skoðanakúgun í gær, meðal annars af hendi Kára. Kári biðst hálfpartinn afsökunar á því í opna bréfinu í dag.

Sjá einnig: Jón Ívar segir slúðrað að hann fái ekki vinnu: „Vinsælasti maður landsins reisti mér níðstöng“

„Jón Ívar, hún er vandrötuð þrönga gatan meðalhófsins og kannski höfum við báðir ráfað út af henni í skoðanaskiptum okkar um sóttvarnir. Eitt er þó víst að ég hef aldrei litið svo á að þú sért maður að minni fyrir þá staðreynd að þú tjáðir skoðun á sóttvörnum á landamærum Íslands sem voru allt aðrar en mínar. Eins og stendur lítur út fyrir að ég hafi haft rétt fyrir mér vegna þess að faraldurinn hefur blossað upp í löndunum í kringum okkur og er að hjaðna hérlendis en það skiptir bara ekki máli í þessu samhengi,“ segir Kári.

Hann segir að kæra Jóns Ívars á hendur sérnámslæknisins, Jóns Magnúsar Jóhannessonar, til Siðanefndar hafi farið fyrir brjóstið á sér. „Það sem fór fyrir brjóstið á mér er að þú veittist að unglækni sem andmælti málflutningi þínum og kærðir hann fyrir siðanefnd Læknafélags Íslands. Það var ekki drengilegt og hreinlega fyrir neðan allar hellur en það gerist ýmislegt í hita leiksins. Ef ég hefði aldrei gert neitt verra en þetta, Jón, væri slóð mín fegurri en raun ber vitni,“ segir Kári.

Í einni grein benti Kári á að Jón Ívar kæmi reglulega til Íslands til að sinna börnunum sínum. Það sárnaði Jón Ívari. „Þegar ég benti á að þú ættir hagsmuna að gæta á landamærunum af því þú kæmir einu sinni í mánuði til landsins til þess að sinna börnum þínum hélt ég að ég væri einfaldlega að benda á mannkosti þína. Það er nefnilega sjaldgæft að einstæðir feður leggi þetta mikið á sig til þess að rækta samband við börnin sín. Í mínum huga ertu með þessu að sanna fyrir umheiminum, svo ekki verður um villst, að þú sért góður maður,“ segir Kári.

Ágústa miður sín eftir fráfall Jónínu vinkonu sinnar: „Mikið á ég eftir að sakna þín“

Ágústa Kristín Jónsdóttir er niðurbrotin eftir fráfall góðrar vinkonu hennar, Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings. Þær kynntust í Krossinum og segir Ágúst að vinkona sín hafi ítrekað bjargað lífi sínu.

Jón­ína var aðeins 63 ára að aldri er hún lést. Hún læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Ágústa minnist Jónínu í hjartnæmri færslu á Facebook. „Elsku hjartans vinkona mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til þegar þú kæmir hingað til Svíþjóðar til mín og sýna mér ræktina þína hér og allt sem þú þekkir svo vel hér enda bjóstu hér svo lengi. Ég held fast um minningar okkar og varðveiti þær vel,“ segir Ágústa  og heldur áfram:

„Ég er svo þakklát fyrir vinskap okkar í gegnum árin. Án þín,kærleika þinn, elsku og góðmennsku væri ég ekki hér í dag. Í allavega tvígang bjargaðir þú mínu lífi. Ég gæti skrifað svo margar góðar minningar sem við eigum saman en vel að halda þeim nálægt hjarta mínu. Sendi fjölskyldu og vinum mínum dýpstu samúðarkveðjur.“

Elsku hjartans vinkona mín ❤
Mikið á ég eftir að sakna þín.

Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til…

Posted by Ágústa Kristín Jónsdóttir on Thursday, December 17, 2020

Ólafur fagnar því að vera laus við neysluna: „Mér var orðið sama þó ég myndi deyja“

Ólafur nokkur opnar sig um neyslu sína sem hafi nánast gengið af honum dauðum. Raunar varð neyslan til þess að honum var orðið saman um dauðann. Nú hefur Ólafur verið edrú frá þjóðhátíðardeginum í sumar og heldur í dag upp á hálfs árs edrúafmæli. Hann sér nú loksins tilganginn með því að lifa.

Frá neyslu sinni segir Ólafur á Facebook-síðu góðgerðarsamtakanna Það er von sem berjast fyrir fólk sem glímir við fíknivanda og halda úti forvarnarsíðu. Þar segir Ólafur. „Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020. Á þeim tíma sem ég hef verið edrú hef ég vaknað hamingjusamur og loksins verið sáttur með sjálfan mig. Sofnað stoltur og með ást í hjarta. Ég er svo þakklátur fyrir að geta loksins unnið í sjálfum mér, ég náði því ekki í neyslu. Ég skildi ekki afhverju mér leið alltaf svona illa,“ segir Ólafur.

Ólafur segir að á meðan hann var í neyslu hafi sífelldar spurningar leitað á hann. „Af hverju ég? Af hverju gengur aldrei neitt upp hja mér? Sem ég gat aðeins svarað með: „Það væri best ef ég væri dauður“. Mér var orðið sama þó eg myndi deyja úr neyslu. Það var sem ég þráði svo oft á mínum tíma í neyslu,“ segir Ólafur og bætir við:

„Það að reyna deyfa sársaukan með hugbreytandi efnum dugði stutt. Mér var farið að líða verr þegar ég var fá mér. Efninn höfðu svikið mig, hvað var þá eftir? Sama hvaða efni ég notaði. Það endaði alltaf á sama hátt. Sjálfsvorkunn, ótti, fullur af hroka og þráhyggju. Þetta var ekki lífið sem ég vildi lifa.“

Ólafur segir að þegar hér hafi verið komið við sögu hafi aðeins tvennt verið í stöðunni. Annað hvort að gefast upp eða rífa sig upp og gera eitthvað í málunum. Hann fór í meðferð en hélst aðeins í 54 daga frá neyslu. „Enda gerði ég ekkert, mætti ekki á fundi, vann ekki í sporunum. Laug að mínum nánustu. Ég taldi mig þó svo vera alveg með þetta, enda setti ég mig í stöðu leikarans,“ segir Ólafur og bendir á að neyslan hafi eftir fyrstu tilraun á Vogi farið stigmagnandi:

„Það fór svo þannig að ég gat alveg fengið mér 1 gramm. Það var fljótt að breytast í 2 svo þaðan í dagneyslu af amfetamín og kókaíni. Ég tel mig vera mjög heppinn að hafa komist aftur inn á Vog. Því í dag er ég loks hamingjusamur og nýt þess að vakna á morgnana. Mér finnst loks tilgangur að lifa og hlakka til næsta dags. Að gera betur en ég gerði daginn áður Einn dag í einu held ég ótrauður áfram. Þar sem var myrkur er loks ljós og þar elska ég að vera.“

Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020.
Ég fagna því með hálfs árs edrú afmæli 17. desember.
Á þeim tíma sem ég hef verið…

Posted by Það er Von on Thursday, December 17, 2020

 

Helgi horft upp á vini taka eigið líf: „Manni fannst maður ekki mega líða illa“

Helgi Seljan blaðamaður.

Helgi Seljan fréttamaður hefur þurft að horfa á eftir vinum og jafnöldrum sem sviptu sig lífi á Reyðarfirði þar sem hann ólst upp. Þar hafi sjálfsvíg verið það algeng á árum áður að halft þorpið hafi verið reglulega í jarðarför.

Frá þessu sagði Helgi í podcasti Snæbjörns Ragnarssonar, Snæbjörn talar við fólk, þar sem þeir ræddu heima og geyma. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér,“ segir Helgi og heldur áfram:

„Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann. Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“

„Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu“

Helgi viðurkennir hafa átt í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og það var svo fyrir fimm árum að hann hætti að drekka. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki,“ segir Helgi.

Þeir Helgi og Snæbjörn komust ekki í gegnum langt samtalið án þess að Samherji bæri á góma. Helgi hefur einmitt verið skotspónn útgerðarfyrirtækisins í því varnarspili sem það hefur spilað undanfarna mánuði. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta. Í raun var þetta heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og bætir við:

„Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“

Runólfur óttast að kveikt verði í húsinu hans: „Lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp“

Runólfur Oddsson, húseigandi að Undralandi 4 í Fossvogshverfinu í höfuðborginu og litli bróðir Davíðs Oddsonar, ritstjóra Morgunblaðsins, er hræddur um að einhver kunni að kveikja í húsinu hans. Hann er sérstaklega smeykur um það eftir að nágranni hans, Eiður Valgarðsson, velti því upp hvort ekki væri kominn tími á að halda áramótabrennu með húsinu hans Runólfs.

Nú þegar hafa verið framin skemmdarverk á húsinu hans Runólfs, meðal annars allar rúður þess brotnar og það ítrekað. Hann óttast framhaldið. „Það er nú ekki á hverjum degi að hvatt er til að kveikt sé í húsum í bænum. Sú hætta er fyrir hendi. Þetta gefur bara veiðileyfi á húsið frá öllum skríl sem gengur laus. Það er búið að mölva hjá mér 21 rúðu en lögreglan gerir ekki neitt,“ segir Runólfur.

Húsið hans Runólfs hefur staðið óhreyft í áratug vegna deilna hans við tryggingafélög og Orkuveitu Reykjavíkur vegna mikils vatnstjóns sem hefur orðið til þess að húsið er gjörónýtt. Hann segist því ekki hafa gert það að leik sínum að láta húsið grotna niður, nágrönnum til ama, heldur þurfi einfaldlega að rífa þetta niður og byggja nýtt. Runólfur vill hins vegar fá úr því skorið hvort hann fái það ekki bætt. „Ég hefði kannski getað haldið garðinum aðeins betur til en ég lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp. Það er ekki eins og ég sé að leika mér að þessu. Hefði ég samt farið að mála eða eitthvað hefði það verið eins og mála stýrishús á bát sem er að sökkva. Núna er ég búinn að vera í málaferlum í mörg ár við Orkkuveituna og tryggingafélögin sem skiptast á því að neita að bera ábyrgð. Ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins rugl því það liggur ljóst fyrir að það er svakalegur leki þarna. Húsið er auðvitað orðið einskis virði en matskerfið á Íslandi er því miður líka ónýtt,“ segir Runólfur og heldur áfram:

„Matskerfið er þannig að það getur hver einasti tækni- eða verkfræðingur skráð sig sem matsmenn og svo hafa dómarar í héraðsdómi kannski ekki mikið vit á þessu og treysta því næstum alfarið á þá. Nú er búið að draga mig á asnaeyrunum í tíu ár. Ég er búinn að vera í þeirri erfiðu stöðu að þurfa sanna að tjónið sé ekki mitt. Ég vil bara að rétt sé rétt og hef því á meðan hvorki getað gert neitt þarna né selt.“

Hólmfríður syrgir litlu systur sína: „Jónína var alveg eins og engill og hlakkaði svo til jólanna“

Hér er fjölskyldan saman komin. Foreldrarnir Ásta og Benedikt á sitthvorum vængnum í efri röð og á milli þeirra eru eldri systkini Jónínu, Pálmi og Hólmfríður. Í neðri röðinni eru yngri systur Jóninu, þær Helga (lengst til vinstri) og Inga í miðjunni. Jónína heitin er svo lengst til hægri.

„Það er mikil sorg í fjölskyldunni. Við erum búin að fylgja henni í gegnum sjúkdóm og þetta er mikil sorg því hana hlakkaði svo til jólanna þar sem hún ætlaði að vera hjá dóttur sinni og barnabörnum til að knúsa þau. Hún var rosalega mikill karakter og mikið jólabarn. Þetta er því svakalegt og erfiður tími núna,“ segir Hólmfríður Benediktsdóttir, eldri systir Jónínu Benediktsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði.

Jón­ína, íþrótta­fræðing­ur og frum­kvöðull, var 63 ára að aldri er hún lést. Hún læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Jónína var mikill frumkvöðull

Jón­ína nam íþrótta­fræði í Kan­ada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu lík­ams­rækt­ar­stöðina á Íslandi. Hún var áhuga­söm að kynna lands­mönn­um mik­il­vægi lík­ams­rækt­ar og stóð meðal ann­ars fyr­ir morg­un­leik­fimi á Rás 1. Síðustu ár hef­ur hún staðið fyr­ir lífs­bæt­andi detox-meðferðum í Póllandi og á Hót­el Örk í Hvera­gerði. Hólmfríður fór fjórum sinnum í detox-meðferða hjá systur sinni og segir þær hafa verið frábærar. „Hún var algjör forsprakki sem hafði svo margar flotta hugmyndir. Detox-ið var alveg svakalega flott,“ segir Hólmfríður.

Hólmfríður syrgir litlu systur sína. Blessuð sé minning Jónínu.

Jón­ína fædd­ist 26. mars 1957 á Húsavík. Hún var miðjubarn í fimm systkinahópi og Hólmfríður passaði hana reglulega. „Ég var sjö ára þegar hún fæddist, hún var alveg eins og engill. Hún var svo fallegur krakki og hún var allt öðruvísi en við systkinin hin. Hún varð strax mikil íþróttakona og þegar hún var í handbotaliðinu þá var það mjög gott,“ segir Hólmfríður og bætir við:

„Ég var mikið að passa Jónínu og það gekk á ýmsu. Jónína var ofsalega hvatvís enda er mikil hvatvísi í fjölskyldunni. Jónína gat verið ofboðslega hlý og vildi alltaf hjálpa. Að sama skapi gat hún líka sagt umbúðalaust það sem henni fannst. Jónína var húmoristi þannig maður veltist stundum um af hlátri.“

Gunnar kveður Jónínu: „Guð blessi minningu hennar“

Hjónakornin fyrrverandi, Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson. Mynd/ skjáskot Facebook

Gunnar Þorsteinsson, áður kenndan við Krossinn, kveður fyrrverandi eiginkonu sína, Jónínu Benediktsdóttur á Facebook. Þau voru gift í nærri 10 ár en skildu í fyrra.

Gunnar skrifar á Facebook stutta kveðju. „Mín ástkæra Jónína Benediktsdóttir er látin. Guð blessi minningu hennar,“ skrifar Gunnar.

Gott var á milli þeirra þrátt fyrir skilnaðinn og voru þau vinir fram til endaloka. Þegar Gunnar veikist á Spáni í sumar, þá hlúði hún að honum, svo nokkuð sé nefnt.

Gunnar var áberandi í íslensku samfélagi sem trúarleiðtogi, lengi vel hjá Krossinum. Jónína er líkamsræktar- og heilsufrömuður þar sem hún hefur um árabil boðið upp á detox-meðferðir, bæði hérlendis og erlendis.

Fyrir tæpum áratug gengu þau í það heilaga og bjuggu sér til fallegt heimili í Hveragerði. Í apríl í fyrra skildu þau aftur á móti og á Facebook gerði Jónína upp hjónabandið þar sem hún sagði kvíða, svefnleysi og samskiptaleysi hafa lamað sig.

Illugi um Covid-19 á Íslandi: „Mikil guðs blessun að ekki var hlustað á lýtalækna og alþingismenn“

Illugi Jökulsson.

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson er svo lifandi feginn því hversu vel íslensku sóttvarnaryfirvöldum hefur tekist til í baráttunni við Covid-19. Hann segir það mikla blessun að ekki hafi verið hlustað á gagnrýnendur aðgerðanna.

Illugi lýsir skoðun sinni í færslu á Facebook. „Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19 virðist leika algjörlega lausum hala og jafnvel í löndum eins og Þýskalandi, sem eru kunn fyrir gætni, þar hrynur fólk nærri stjórnlaust niður, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að þrátt fyrir allt hafi íslenskum sóttvarnaryfirvöldum tekist aðdáunarlega vel upp í vörn sinni gegn pestinni. Og mikil guðs blessun að ekki hafi verið hlustað á lýtalækna og alþingismenn sem vildu fara aðrar leiðir,“ segir Illugi.

Fjölmargir taka undir orð Illuga og eru honum hjartanlega sammála. Fjölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. „Þórólfur er maður ársins á Íslandi,“ segir Þorfinnur.

Þór Saari er sammála Illuga en segir verst hvað stjórnvöld hafi átt erfitt undir það síðasta að fylgja tilmælum Þórólfs. Hann telur að íslenska þjóðin eigi eftir að súpa seiðið af því eftir áramót. „Við erum samt enn með heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sem fer ekki eftir tilmælum sóttvarnarlæknis um sóttvarnir á landamærum þrátt fyrri heimsfaraldur sem er á hraðri uppleið í öllum nágrannalöndum. Það verður líklega mikið um aukavaktir vegna Kóvid hjá heilbrigðisstarfsfólki um jólin, áramótin og fram eftir janúar vegna þess,“ segir Þór.

Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19…

Posted by Illugi Jökulsson on Thursday, December 17, 2020

 

Jónína Benediktsdóttir er látin

Jónína Benediksdóttir íþróttafræðingur og frumkvöðull er látin. Hún var einungis 63 ára. Aðstandendur greina frá þessu í tilkynningu sem Vísir vitnar til.

Jónína var bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.

Jónína kom víða við á ævi sinni en í seinni tíð var hún helst þekkt við detox-ráðgjöf. Hún varð þó fyrst fræg á Íslandi fyrir frumkvöðlastarf í líkamsrækt, en hún rak um árabil líkamsræktarstöðvar.
Hún var þó líka einna mest áberandi á árunum fyrir hrun þegar Baugsmálið stóð yfir. Hún varð þátttakandi í því þegar athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger kærði Jón Ásgeir Jóhannesson.

Miriam Petra syrgir konu sem hún hitti einu sinni: „Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad minnist skólasystur föður hennar í færslu sem hefur vakið talsverða athygli á Twitter. Miriam er hálf egypsk og lýsir því hvernig skólasystkini hans hafi haldið sambandi svo áratugum skipti. Hún kynntist einni skólasystur hans og varði með henni einum degi í París. Hún lést nýverið og skrifar Miriam færsluna af því tilefni.

„Hversu mikið tengist þið grunnskólanum ykkar? Þráður, en ekki alveg um það sem þið haldið: Pabbi minn gekk í grunnskóla í Kaíró á árunum 1948-1956 sem hét English School Cairo. Grunnskóli að enskri fyrirmynd, skólabúningar, God save the King/Queen, allur pakkinn. Krakkarnir voru egypskir, grískir, Armenar, ítalskir, franskir, breskir, múslimar, kristnir, gyðingar – þverskurður af egypsku samfélagi þess tíma. Umrótatímar á árunum 1952-56 enda með Suez stríðinu og skólanum er lokað. Krakkarnir fara öll í sitthvora áttina, pabbi sendur til Englands í nám og endar svo á Íslandi (önnur saga, líka áhugaverð). Margir enda á Bretlandi, einhverjir í N-Ameríku, sumir áfram í Egypt. Þetta fólk er enn, áratugum seinna, að halda reunion. Þau voru nota bene 6-14 ára í þessum skóla. Fljúga milli landa til að mæta,“ lýsir Miriam.

Hún fór eitt sinn á slíkt bekkjarmót. „Árlega er haldið eitt í Kaíró OG eitt í London. Í fyrra var mér boðið að vera semi heiðursgestur á hittingnum í London – fyrir hvað? Jú þeim þótti svo vænt um pabba, honum fannst alltaf svo gaman að hitta þau, kannski ég vildi koma? Ég skellti mér með Eurostar og bauð gamalli bekkjarsystur með mér. Hún náttúrulega heillaði armensku hjónin á borðinu okkar upp úr skónum með ferðasögum frá Armeníu og ég kynntist gömlum vinum pabba. Og sögurnar sem þetta fólk hefur að segja frá þessum tíma, eftirstríðsárin, mið-Austurlönd – & vinátta sem enn er svo sterk,“ segir Miriam.

Ein skólasystir hafði svo samband við Miriam síðar. „Fór svo aftur til Parísar þar sem ég bjó þá og nokkrum mánuðum seinna hafði ein gömul kona úr hópnum samband, vildi bjóða mér í hádegismat fyrst hún var í bænum. Fyrir matinn kíktum við inn í Sacré Cœur og hún keypti endalaust af minjagripum og dóti fyrir vini sína, “Miriam, you see, I also like to pray in churches, it’s all the same god, really who cares” – nákvæmlega eins og pabbi sagði svo oft. Þannig var bara stemmingin þegar þau voru að alast upp í Egypt. Hún gaf mér svo kerlingarlega peysu í gjöf, Parísarbolla úr túristabúð og fáránlegt magn af kleenex pökkum. Gat ekki afþakkað, þeir sem hafa hitt gamlar miðausturlenskar konur tengja.Kleenexið kom sér reyndar vel löngu seinna þegar það var orðið kalt í París,“ segir Miriam.

Hún segir að lokum að þetta sýni vel að maður veit aldrei hvaða fólk snerti við manni. „Ahh Camélia. Hún talaði og talaði, hætti ekki að brosa og hlæja, var eins og ætti auka ömmu í 1 dag Frétti áðan að hún væri dáin. Ég tók því nærri mér, hún var svo hlý og góð við mig, dóttur manns sem hún var með í grunnskóla árið 1949ish og þau voru ekki einu sinni saman í bekk. Camélia, hvíldu í friði þú dásamlega kona. English School Cairo var greinilega magnaður skóli Bottom line. Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni né hvaða tíma það hefur á jörðinni. Fólk er dásamlegt og að bindast vinaböndum getur greinilega lifað af aðskilnað heimsálfa og tíma. That’s all. Eigið góða nótt .“

Íslendingar geta nú gleymt jólaferðinni til Tenerife – Eyjunni skellt í lás

Tenerife er afar vinsæll ferðamannastaður.

Tenerife hefur verið skellt í lás yfir jólin í tilraun sóttvarnaryfirvalda til að ná tökum á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur hart á þessari stærstu eyju í Kanaríeyjaklasanum. Smitfjöldinn þar er nú sá hæsti á gjörvöllum Spáni.

Eftir neyðarfundi gærdagsins hafa hert sóttvarnarlög verið kynnt og samkvæmt þeim verður lokað fyrir ferðalög til og frá eyjunni frá miðnætti annað kvöld. Veittar eru undanþágur á ferðabanninu í sérstökum tilfellum og munu bannið gilda næstu fimmtán daga.

Búast má við því að þessar hertu aðgerðir geri út um jólaferð hundruð Íslendinga en ferðaskrifstofan Vita var með fyrirhugað breiðþotuflug til Tenerife fyrir jólin. Þá mun þetta koma niður á þeim fjölda Íslendinga sem búa á eyjunni og reka þar fyrirtæki sem nánast alfarið treysta á íslenskt ferðafólk.

Fyrir utan áðurnefnd ferðabann til og frá eyjunni hefur tími útgöngubanns verið hertur og nú þarf fólk að vera komið til síns heima klukkan 22 að kvöldi og má ekki fara út úr húsi fyrr en klukkan sex að morgni daginn eftir. Þá verður börum og veitingastöðum gert skylt að loka og fjöldatakmarkanir hertar í verslunum. Jólakúla eyjaskeggja hefur verið færð niður í hámark sex sem koma mega saman yfir hátíðirnar.

Píratar brjálaðir yfir kynjahlutfalli hóps um kynfræðslu í skólum: „Hvernig getur þetta gerst?“

Mynd / Skjáskot RÚV.

Píratar eru síður en svo sáttir með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og skipan hennar í starfshóp sem efla á kynfræðslu í skólum. Þeir telja kynjahlutfallið í hópnum fáránlegt og gagnrýna einnig að enginn fulltrúi hinsegin samfélagsins fái þar sæti.

Ástæðan fyrir því að Píratar eru ósáttir er sú að í hópnum sem Lilja skipaði sitja ellefu konur og tveir karlar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann betur.

Það er Ingimundur Stefánsson sem hefur umræðuna á Pírataspjallinu á Facebook og bendir þar á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem menntamálaráðherrar láti bara konur móta kynfræðikennsluna. Það hafi Katrín Jakobsdóttir einnig gert á sínum tíma.

„Þetta er með ólíkindum – og kallar á Kastljósþátt. Hvernig getur það gerst að mennatmálaráðuneyti finnur ekki karla hjá einhverju þessarra apparata, nú eða annarra, til að móta þessa stefnu um kynfræðlu??? Einhverra hluta vegna er þessu ráðuneyti mislagðar hendur – Katrín Jakobs í hlutverki menntamálaráðherra hýsti kennslugagn í kynjafræðum, Kynungabók, sem eingöngu var ritstýrð og rituð af konum 6. Karl myndskreytti og prófarkalas,“ segir Ingimundur.

Fjölmargir Píratar gagnrýna kynjahlutfall starfshópsins. Helgi Ingólfsson bendir á ungan aldur karlanna tveggja sem í hópnum eru. Hann óttast fyrirfram talsverða slagsíðu í vinnu hópsins. „Karlmennirnir tveir í þessum hópi eru, held ég, báðir piltar á táningsaldri. Sem þarf alls ekki að gera þá síður hæfa til starfsins, skal tekið fram. En tveir unglingspiltar andspænis 11 galvöskum konum, sem sumar hverjar eru heilmikil ljón með hvesstar klær og hreinar bombur í fræðunum – æ, ég hef lent í ekkert mjög ósvipuðum aðstæðum og vildi ekki vera í sporum blessaðra drengjanna – þótt ég efist ekki um að þeir standi sig vel,“ segir Helgi.

Birna Eik Benediktsdóttir er alls ekki sátt. „Magnað að setja upp svona nefnd og hafa enga hisegin eða transmanneskju með í henni,“ segir Birna.

 

Svona lítur starfshópur Lilju út:

Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar,

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar,

Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar,

Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,

Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema,

Ingólfur Atli Ingason, Samfés – landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands

Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun,

Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar,

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis,

Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót,

Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.

Fiskikóngur fiktar í dagsetningum

Fiskikóngurinn frægi, Kristján Berg Ásgeirsson, var ekki ánægður með heimsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í verslanir hans. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að fiktað hefði verið í dagsetningum á endingu matvæla. Sjálfur tilkynnti Fiskikóngurinn að eftirlitið  hefði verið að fara gegn vörum sem væru framleiddar eftir aldargömlum aðferðum. Það liggur í málsvörninni að um sé að ræða fordóma gegn góðum og gildum mat. meðal þess sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við var að upp­lýs­ing­um um geymsluþol á reyktum sil­ungi verið breytt úr þrem­ur mánuðum í um þrjú ár. Fjöldi annarra athugasemda varðandi vörumeðferð hjá Kristjáni Berg voru settar fram. Fiskikóngurinn er einn umsvifamesti auglýsandi landsins og selur jöfnum höndum skötu og heita potta með afar sérstæðri framsetningu …

Björgvin þráir þingsæti

Margir skoða nú stöðu sína með væntingar um  þingsæti að leiðarljósi. Á meðal þerra sem hermt er að líti til veðurs er Björgvin Guðni Sigurðsson, fyrrverandi leiðtogi Saamfylkingar á Suðurlandi. Björgvin var á sínum tíma undrabarn í pólitík og varð barnungur ráðherra Samfylkingar. Vandinn var hins vegar sá að hann var einn helstu ábyrgðarmanna hrunstjórnar Geirs H Haarde og glataði trausti kjósenda. Björgvin hefur síðan verið á pólitískum vergangi og lítill vilji til að gefa honum tækifæri. Nú er hvíslað um að hann sé að gá til veðurs með það fyrir augum að fara fram í suðurkjördæmi sem leiðtogi. En þar er fyrir á fleti Oddný G. Harðardóttir, sem þykir föst fyrir og með sæmilega sterka stöðu …

Einhverfum syni Þórhalls sýnt ógnvekjandi myndband: „Hættu nú, þvílíkur viðbjóður“

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd / Skjáskot RÚV.

Þórhallur nokkur er gjörsamlega orðlaus eftir að tveimur einhverfum drengjum var sýnt ógnvekjandi myndband í grunnskóla þeirra í gær. Átta ára sonur hans var annar drengjanna.

Þórhallur lýsir hneykslan sinni inni í hópi íslenskra feðra á Facebook. Lýsir hann málavöxtum þannig að drengjunum hafi upphaflega verið sýnt myndband um íslensku jólasveinana en í kjölfarið, þegar drengirnir hafi verið eftirlitslausir, hafi í kjölfarið komið hrottaleg íslensk stuttmynd. Ungur sonur Þórhalls var lamaður af ótta eftir á, svaf varla í nótt og treystir sér hvergi til að vera einsamall í dag. Myndandið sem drengirnir fengu að sjá fylgir hér neðan í fréttinni.

„Ég er svo gjörsamlega orðlaus. Í gær var kennarinn hans að sýna honum og öðrum einhverjum nemanda myndband af Youtube um íslensku jólasveinana. Síðan poppar upp þetta myndband. Þarna sitja tveir eftirlitslausir einstaklingar stjarfir af ótta að horfa á þetta ógeðslega myndband,“ segir Þórhallur og bætir við:

„Ég get bara talað fyrir hönd sonar míns sem var gjörsamlega lamaður af ótta. Það var ekki hægt að skilja hann eftir einan neinstaðar í dag og í gær. Hann svaf varla í nótt sökum ótta.“

Þórhallur segir að fulltrúar skólans hafi haft samband við foreldrana í gær og látið vita af atvikinu. „Hvorugt okkar gerðum okkur grein á þeim tíma hversu grafískt þetta myndband er, þar sem kennarinn var ekkert að tjá okkur það og gerði frekar óbeint lítið úr þessu. Það var ekki fyrr en í morgun sem við horfðum á það og skildum algjörlega af hverju sonur okkar er svona hræddur,“ segir Þórhallur.

Fjölmargir feður lýsir hneykslan sinni yfir því að ungu drengjunum hafi verið sýnt myndbandið, eftir að hafa verið eftirlitslausir í skólanum. Davíð nokkur er einn þeirra. „Hugur minn er hjá drengjunum. Þetta er viðbjóður,“ segir Davíð.

Og Orri er ekki sáttur. „Youtobe er ekki fokking barnapössun! Djöfulsins rugl. Ég vona að drengnum þínum líði betur,“ segir Orri. Ingimar segir sjálfur hafa orðið hræddur. „Holy Moly! Ég varð bara smá smeykur sjálfur.“

Gunnar nokkur hefur svipaða sögu að segja. „Dóttir mín sá þetta einmitt óvart á leikskóla þegar hún var 3 ára. Hún fór í viðtal hjá sálfræðingu en eftir þetta þorð hún ekki að vera ein á efri hæð og það mátti ekki syngja sofðu unga ástin mín í langar tíma. Tók alveg nokkur ár að ná þessu úr sér,“ segir Gunnar.

Einar spyr hvort ekki sé ólöglegt að selja ónýtar vörur: „Er ekki komið nóg af þessu rugli?“

Einar Scheving hljóðfæraleikari er virkilega ósáttur við þær matvörur sem Íslendingum eru seldar. Ekki bara séu þær dýrastar á heimsvísu heldur sé oft hluti þeirra ónýtur þegar heim er komið með vöruna.

Einar spyr netverja að því í færslu sinni á Facebook hvort slíkir verslunarhættir séu löglegir.  Hann birtir þar mynd af appelsínum sem hann hafði keypt og voru nokkrar myglaðar í pokanum. „Er löglegt að selja ónýta matvöru? Er ekki komið nóg af þessu rugli? Ekki einungis er dýrast á heimsvísu að versla í matinn á Íslandi, heldur er hluti hans ónýtur líka. Annars er ég hressari en vindurinn (sem væri reyndar efni í aðra færslu),“ segir Einar.

Halldór Högurður er einn þeirra sem tjáir sig undir færslu Einars. „Dýrafóður keypt á slikk í Hollandi, það er það sem þið lifið við,“ segir Halldór.

Jón Baldursson segist oft hafa lent í þessu saman. „Held ég hafi aldrei keypt Mandarínu/Clementínu kassa öðruvísi en að eitthvað í kassanum væri myglaður,“ segir Jón.

Bjarni Baldvinsson töframaður veltir fyrir sér hvort Íslendingar hafi jafnvel haft það betra fyrr á tímum. „Hvar eru dönsku einokunarkaupmennirnir þegar mapur þarf á þeim að halda???,“ spyr Bjarni.

Aðalheiður ætlaði ekki að trúa hverju var hent inn um gluggann hjá henni: „Var þvílikt óþægilegt“

Útlit er fyrir óaldarástand í Grafarvoginum þar sem íbúar hafa verið hrekktir með ýmsum hætti undanfarna daga. Hið nýjasta er að inn um gluggan hjá Aðalheiði nokkurri var hent logandi froski sem setti allt í uppnám á heimilinu.

Aðalheiður segir frá atvikinu inn í hópi hverfisbúa á Facebook. „Ég bý í Víkurhverfinu og það var hent inn um gluggan hjá mér frosk eða þviumlíkt logandi. Glugginn er neðarlega svo það þarf að fara inn í garðinn leggjast allega á fjórarfætur til að koma þessu inn. Sem betur fer vorum við hjón heima, kósi að horfa á sjónvarpið. Þegar þetta kom inn þvílikt óþægilegt. Maðurinn minn var með skjót viðbrögð náði að henda þessu út og slökkva. Skemmd á gólfinu. Lét lögregluna vita hún kom og ætlar að fylgjast með,“ segir Aðalheiður og bætir við:

„Erum enn að reyna að ná lyktinni út.“

Fjölmargir íbúar Grafarvogs tjá sig undir færslu Aðalheiðar og eru flestir á þeirri skoðun hversu hriikalega lífreynsla þetta hafi verið fyrir hana að fá froskinn inn um gluggann. Susanne nokkur er ein þeirra. „Þetta er hrikaleg lífsreynsla! Hvað er eiginlega í gangi?,“ segir Susanne.

Steingerður er því sammála. „Þetta er auðvitað alls ekki í lagi, úff hvað þetta hefur verið óþægilegt,“ segir Steingerður.

Nú er spurning hvort hér sé á ferðinni sama skemmdarverkagengi drengja sem hrekkt hefur bílstjóra í Grafarvoginum undanfarið. Drengirnir leggja það meðal annars í vana sinn að raða hnullungum á akvegi í hverfinu.

Jóhannes nokkur, íbúi í Grafarvogi, bendir á að unglingar hverfisins stundi ýmsa hrekki þessa dagana. „Það voru unglingar að ganga upp vættaborgir i átt að spöngini um kl 22 +- sem voru að henda kinverjum logandi hingað og þangað,“ segir Jóhannes.

Magnús Hlynur vill að Vigdís Finnbogadóttir fái fyrstu sprautuna gegn Covid-19

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður er á því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, eigi að fá fyrstu sprautuna hér á landi með bóluefni gegn Covid-19.

Skoðun sína setur Magnús fram í færslu á Facebook en fyrir henni færir hann engin frekari rök. Honum finnst bara að Vigdís eigi að fá fyrstu sprautuna.

„Mér finnst að frú Vigdís Finnbogadóttir eigi að fá fyrstu bólusetningasprautuna á Íslandi þegar að því kemur,“ segir Magnús Hlynur.

Þónokkrir vinir fréttamannsins líka við færsluna á meðan aðrir spyrja hvers vegna Vigdís ætti að vera sú fyrsta. Enn aðrir stinga upp á því að næst á eftir forsetanum fyrrverandi ætti að vera fyrrum forsetafrúin, Dorrit Moussaieff. Það er hins vegar óþarfi því bæði Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, hafa fengið Covid-19.

Mér finnst að frú Vigdís Finnbogadóttir eigi að fá fyrstu bólusetningasprautuna á Íslandi þegar að því kemur.

Posted by Magnús Hlynur Hreiðarsson on Tuesday, December 15, 2020

 

Íslandsbanki sakaður um rasisma – Tara ver bankann – „Allt í einu farið að tala um kynþátt fólks“

Auglýsingu Íslandsbanka þar sem rætt er við Þorstein V. Einarsson femínista hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á Facebook. Í athugasemdum eru nokkrir sem saka bankanum um rasisma. Auglýsingin er hluti af svokölluðum „bransasögum“ þar sem rætt er við ýmislegt fólk í samfélaginu.

Nokkrir skrifa athugsemd og segja það rasisma hvernig Þorsteinn talar um hvíta menn. Hann haldi fram amerískri kreddu sem eigi varla við hér á landi. Jóhannes S. Ólafsson lögmaður skrifar athugasemd við auglýsinguna og segir:

„Þetta er ekki bankanum til framdráttar. Það að flokka fòlk yfir höfuð í hòpa eftir húðlit, er eitthvað sem var horfið og við ættum að berjast hart gegn endurlífgun slíkrar hugmyndafræði. En það að stunda slíka flokkun og telja það síðan viðkomandi hòp að einhverju leyti til vansa, að húð þeirra sé svona eða hinsegin á litinn, er hreinn rasismi. Ekki í fyrsta sinn sem þessi aðili talar til karlmanna sem hòps en passar sig að taka „non-white“ karlmenn út fyrir það mengi, enda ljòst að þeir eru ekki svona illa uppaldir eins og þessir hvítu? Er skv. þessu ekki þörf á því að þessir „brúnu og svörtu“ strákar taki sig saman í andlitinu og taki þátt í þessari báráttu sem hann óskar eftir að „hvítir“ geri? What the actual fuck?“


Annar maður tekur undir og svona tal um húðlit manna ekki æskilegan. „Við hvítu gagnkynhneigðu strákarnir? Sorglegt hvernig það er allt í einu farið að tala um kynþátt fólks í daglegu tali á Íslandi, sem einhverskonar gagnlega flokkun – eitthvað sem hefur byrjað að gerast bara á síðust tveim, þrem árum. Bein áhrif frá Bandaríkjunum. Eru „karlmennsku hugmyndir“ þeirra með dekkri húð „betri“ en annara?,“ spyr Jón Ásgeir Jónsson.

Jón Ólafur Gústafsson segir viðtalið við Þorstein gott að flestu leiti, fyrir utan þetta. „Frábært video, en afhverju segir hann „Gangkynhneigðir HVÍTIR strákar?“ erum við ekki árið 2020 nei bara spyr okbæ. Þú ert greinilega bara rastisti með naglalakk ekki femínsti.“

Sigursteinn Snorrason hélt að svona flokkun með húðlit væri liðin tíð. „Ég hélt að það væri ekki lengur til siðs að dæma fólk út frá kynjum, lit eða öðru slíku. En greinilega er ég að misskilja, enda ekki furða, miðað við hvernig ég fæddist.“

Tara ver bankann

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, baráttukona gegn fitufordómum, kemur bankanum til varnar í athugasemd við fyrrnefnda gagnrýni Jóns Ásgeirs. „Kynþáttur og húðlitur fólks hefur alltaf verið ráðandi í lífi þeirra hvort sem það hefur verið talað um það eða ekki. Allt í lagi að fara að setja það í orð.“

Inga Henriksen dansari tekur undir með henni og skrifar: „Afhverju nefnir hann þennan hóp? Kannski vegna þess að þarna hjá þeim liggja fordómar? Og gagnvart minnihlutahópum. Þetta er hópurinn sem trúit ekki á að.það.sé til svokölluð nauðgunarmenning á Íslandi og segja ekki halla á annað kynið. Og það seu ekki svona miklir fordómar en þessi svör hér eru morandi í fordómum. Voða settlegum enn fordómum. Hann er ekki með rasisma. Og þeir sem apa upp eftir þeim fyrsta sem kemur með.það.komment hefur greinilega hvorki horft né hlustað. Það að segja að hvítir séu blindir a fordoma vegna eigin forréttimda er rett.. bara staðreynd og kallast forrettindablinda. Það að benda a það hvar þessar eitruðu hugmyndir liggja er ekki rasismi. Heldur staðreynd.“

Forréttindastuðull

Fyrrnefndur Jón Ásgeir svarar þeim fullum hálsi. „Inga og Tara: Húðlitur getur vissulega haft áhrif á líf fólks eins asnalegt og það er. En að draga lit húðar inní þetta mál, sem og flest önnur þessa dagana, þegar málefnið kallar alls ekki á það er kynþáttahyggja. Nema skilaboðin séu náttúrulega sú, að það sé skjalfest að hvítir karlmenn (lesist; forréttindapésar) séu öðrum síðri í þessum málum. Finnst það varla ríma við stöðu kvennréttinda og almenns hugmynda frjálsræðis í hinum vestræna heimi (miðað við aðra heimshluta) þar sem pésarnir eru nú flestir,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Hin skilaboðin sem hægt er að lesa úr þessu er að karlmenn með meira litarefni í húðinni, á Íslandi , njóti ekki forréttinda og því sé ekki hægt að ætlast til af þeim að breyta hegðun sinni ef hún er „eitruð“. Þá erum við komin í miklu flóknara pússluspil, þar sem við þurfum einnig að meta hvern hvítan karlmann eftir „forréttindastuðli“. Vega líf hans og svo dæma, hefur hann: misst foreldra/nákomna, lent í slysi, dílað við þunglyndi, misst vinnuna o.s.frv. Þeir sem skora nógu hátt á slíkum stuðli mega þá væntanlega halda sínum karlmennsku hugmyndum? Hljómar þetta fáránlega? Já það finnst mér líka.“

 

Steingrímur segir fólk misskilja „grenjandi minnihluta“ – „Hefur ekkert með grát að gera“

Steingrím J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að orð hans um „grenjandi minnihluta“ séu misskilin af mörgum, þar á meðal Guðna Ágústssyni, fyrrverandi ráðherra. Guðni hjólaði í Steingrím í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær vegna ummæla Steingríms um að einungis „grenjandi minnihluta“ væri mótfallinn frumvarpi um Miðhálendisþjóðgarð. Ummælin, sem féllu á Alþingi, hafa þótt gífurlega óvinsæl meðal sumra. Hópur andstæðinga frumvarpsins á Facebook heitir til að minna Örlítill grenjandi minnihluti.

Steingrímur segir fólk misskilja orð sín í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Í greinni svarar hann Guðni en ræðir þetta þó sérstaklega. „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það,“ segir Steingrímur.

Hann segist enn fremur ekki hafa verið að vísa til bænda eða landsbyggðarfólks. „Ég var ekki að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu eins og það er upplýsir Guðni, þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til,“ segir Steingrímur.

„Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs. Tíu prósentin sem lýstu andstöðu leyfði ég mér sem sagt að kalla örlítinn eða mjög mikinn („grenjandi“) minnihluta. Það er tölfræðilegt mat en hefur ekkert með skoðanafrelsi eða virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum að gera.“

 

Kári réttir reiðum Jóni sáttahönd – Átti að vera hrós að nefna börnin – „Það var ekki drengilegt“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, svarar í dag pistli Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla í Boston. Þeir tveir hafa átt í nokkurskonar ritdeilu undanfarna mánuði. Jón Ívar kvartaði undan skoðanakúgun í gær, meðal annars af hendi Kára. Kári biðst hálfpartinn afsökunar á því í opna bréfinu í dag.

Sjá einnig: Jón Ívar segir slúðrað að hann fái ekki vinnu: „Vinsælasti maður landsins reisti mér níðstöng“

„Jón Ívar, hún er vandrötuð þrönga gatan meðalhófsins og kannski höfum við báðir ráfað út af henni í skoðanaskiptum okkar um sóttvarnir. Eitt er þó víst að ég hef aldrei litið svo á að þú sért maður að minni fyrir þá staðreynd að þú tjáðir skoðun á sóttvörnum á landamærum Íslands sem voru allt aðrar en mínar. Eins og stendur lítur út fyrir að ég hafi haft rétt fyrir mér vegna þess að faraldurinn hefur blossað upp í löndunum í kringum okkur og er að hjaðna hérlendis en það skiptir bara ekki máli í þessu samhengi,“ segir Kári.

Hann segir að kæra Jóns Ívars á hendur sérnámslæknisins, Jóns Magnúsar Jóhannessonar, til Siðanefndar hafi farið fyrir brjóstið á sér. „Það sem fór fyrir brjóstið á mér er að þú veittist að unglækni sem andmælti málflutningi þínum og kærðir hann fyrir siðanefnd Læknafélags Íslands. Það var ekki drengilegt og hreinlega fyrir neðan allar hellur en það gerist ýmislegt í hita leiksins. Ef ég hefði aldrei gert neitt verra en þetta, Jón, væri slóð mín fegurri en raun ber vitni,“ segir Kári.

Í einni grein benti Kári á að Jón Ívar kæmi reglulega til Íslands til að sinna börnunum sínum. Það sárnaði Jón Ívari. „Þegar ég benti á að þú ættir hagsmuna að gæta á landamærunum af því þú kæmir einu sinni í mánuði til landsins til þess að sinna börnum þínum hélt ég að ég væri einfaldlega að benda á mannkosti þína. Það er nefnilega sjaldgæft að einstæðir feður leggi þetta mikið á sig til þess að rækta samband við börnin sín. Í mínum huga ertu með þessu að sanna fyrir umheiminum, svo ekki verður um villst, að þú sért góður maður,“ segir Kári.

Ágústa miður sín eftir fráfall Jónínu vinkonu sinnar: „Mikið á ég eftir að sakna þín“

Ágústa Kristín Jónsdóttir er niðurbrotin eftir fráfall góðrar vinkonu hennar, Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings. Þær kynntust í Krossinum og segir Ágúst að vinkona sín hafi ítrekað bjargað lífi sínu.

Jón­ína var aðeins 63 ára að aldri er hún lést. Hún læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Ágústa minnist Jónínu í hjartnæmri færslu á Facebook. „Elsku hjartans vinkona mín. Mikið á ég eftir að sakna þín. Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til þegar þú kæmir hingað til Svíþjóðar til mín og sýna mér ræktina þína hér og allt sem þú þekkir svo vel hér enda bjóstu hér svo lengi. Ég held fast um minningar okkar og varðveiti þær vel,“ segir Ágústa  og heldur áfram:

„Ég er svo þakklát fyrir vinskap okkar í gegnum árin. Án þín,kærleika þinn, elsku og góðmennsku væri ég ekki hér í dag. Í allavega tvígang bjargaðir þú mínu lífi. Ég gæti skrifað svo margar góðar minningar sem við eigum saman en vel að halda þeim nálægt hjarta mínu. Sendi fjölskyldu og vinum mínum dýpstu samúðarkveðjur.“

Elsku hjartans vinkona mín ❤
Mikið á ég eftir að sakna þín.

Allar minningarnar sem við eigum og mig hlakkaði svo til…

Posted by Ágústa Kristín Jónsdóttir on Thursday, December 17, 2020

Ólafur fagnar því að vera laus við neysluna: „Mér var orðið sama þó ég myndi deyja“

Ólafur nokkur opnar sig um neyslu sína sem hafi nánast gengið af honum dauðum. Raunar varð neyslan til þess að honum var orðið saman um dauðann. Nú hefur Ólafur verið edrú frá þjóðhátíðardeginum í sumar og heldur í dag upp á hálfs árs edrúafmæli. Hann sér nú loksins tilganginn með því að lifa.

Frá neyslu sinni segir Ólafur á Facebook-síðu góðgerðarsamtakanna Það er von sem berjast fyrir fólk sem glímir við fíknivanda og halda úti forvarnarsíðu. Þar segir Ólafur. „Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020. Á þeim tíma sem ég hef verið edrú hef ég vaknað hamingjusamur og loksins verið sáttur með sjálfan mig. Sofnað stoltur og með ást í hjarta. Ég er svo þakklátur fyrir að geta loksins unnið í sjálfum mér, ég náði því ekki í neyslu. Ég skildi ekki afhverju mér leið alltaf svona illa,“ segir Ólafur.

Ólafur segir að á meðan hann var í neyslu hafi sífelldar spurningar leitað á hann. „Af hverju ég? Af hverju gengur aldrei neitt upp hja mér? Sem ég gat aðeins svarað með: „Það væri best ef ég væri dauður“. Mér var orðið sama þó eg myndi deyja úr neyslu. Það var sem ég þráði svo oft á mínum tíma í neyslu,“ segir Ólafur og bætir við:

„Það að reyna deyfa sársaukan með hugbreytandi efnum dugði stutt. Mér var farið að líða verr þegar ég var fá mér. Efninn höfðu svikið mig, hvað var þá eftir? Sama hvaða efni ég notaði. Það endaði alltaf á sama hátt. Sjálfsvorkunn, ótti, fullur af hroka og þráhyggju. Þetta var ekki lífið sem ég vildi lifa.“

Ólafur segir að þegar hér hafi verið komið við sögu hafi aðeins tvennt verið í stöðunni. Annað hvort að gefast upp eða rífa sig upp og gera eitthvað í málunum. Hann fór í meðferð en hélst aðeins í 54 daga frá neyslu. „Enda gerði ég ekkert, mætti ekki á fundi, vann ekki í sporunum. Laug að mínum nánustu. Ég taldi mig þó svo vera alveg með þetta, enda setti ég mig í stöðu leikarans,“ segir Ólafur og bendir á að neyslan hafi eftir fyrstu tilraun á Vogi farið stigmagnandi:

„Það fór svo þannig að ég gat alveg fengið mér 1 gramm. Það var fljótt að breytast í 2 svo þaðan í dagneyslu af amfetamín og kókaíni. Ég tel mig vera mjög heppinn að hafa komist aftur inn á Vog. Því í dag er ég loks hamingjusamur og nýt þess að vakna á morgnana. Mér finnst loks tilgangur að lifa og hlakka til næsta dags. Að gera betur en ég gerði daginn áður Einn dag í einu held ég ótrauður áfram. Þar sem var myrkur er loks ljós og þar elska ég að vera.“

Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020.
Ég fagna því með hálfs árs edrú afmæli 17. desember.
Á þeim tíma sem ég hef verið…

Posted by Það er Von on Thursday, December 17, 2020

 

Helgi horft upp á vini taka eigið líf: „Manni fannst maður ekki mega líða illa“

Helgi Seljan blaðamaður.

Helgi Seljan fréttamaður hefur þurft að horfa á eftir vinum og jafnöldrum sem sviptu sig lífi á Reyðarfirði þar sem hann ólst upp. Þar hafi sjálfsvíg verið það algeng á árum áður að halft þorpið hafi verið reglulega í jarðarför.

Frá þessu sagði Helgi í podcasti Snæbjörns Ragnarssonar, Snæbjörn talar við fólk, þar sem þeir ræddu heima og geyma. „Ég er alinn upp á stað þar sem líkurnar á því að ég komist í gegnum 17-25 ára aldurinn voru bara tíu prósent minni en á næsta bæ og það mótaði þetta samfélag og menn gáfust upp á lífinu í kringum mig. Það er svona raunveruleiki sem ég hef áttað mig á að er svo fjarri hjá mörgum öðrum. Það er ekkert eðlilegt að í næstum því áratug sé hálft þorpið í jarðarför út af því að einhvern ungur maður fyrirfór sér,“ segir Helgi og heldur áfram:

„Ég horfði upp á það að vinir mínir misstu bræður sína eða náfrændur sína. Góður vinur minn og jafnaldri líka. Þetta kom aldrei beint fyrir mig og manni fannst maður ekki mega líða illa, en þá fær maður samviskubit, af hverju slapp ég. Maður fór að hugsa hluti eins og, hefði ekki verið eðlilegra að ég gerði þetta frekar en hann. Manni finnst svolítið eins og maður hafi ekki mátt gera þetta að sínu því í næsta húsi var eitt tómt herbergi því að einhver unglingur dó og ákvað það sjálfur.“

„Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu“

Helgi viðurkennir hafa átt í vandræðum með áfengi í gegnum tíðina og það var svo fyrir fimm árum að hann hætti að drekka. „Ég þóttist oft reyna að hætta að drekka og svo gerði ég það loks fyrir fimm árum síðan. Það var í sjálfu sér ekki erfitt en aðallega erfitt að átta sig á því af hverju ég væri ekki löngu búinn að gera þetta. Það var mikið sorgarferli að hætta þessu. Maður var búinn að lifa lífinu eins og þetta væri eitthvað haldreipi fyrir þig, í góðu eða slæmu, þá hefur maður alltaf þetta. Svo þegar þú hættir heldur þú að það séu bara berir veggirnir eftir en sem betur fer var ég fljótur að átta mig á því að svo er ekki,“ segir Helgi.

Þeir Helgi og Snæbjörn komust ekki í gegnum langt samtalið án þess að Samherji bæri á góma. Helgi hefur einmitt verið skotspónn útgerðarfyrirtækisins í því varnarspili sem það hefur spilað undanfarna mánuði. „Ég lendi svolítið í því að vera eins og söngvarinn í Creed í augum Samherjamanna. Það hata allir söngvarann í Creed og ég tek svolítið mikið hitann af þessu en ég var svo sannarlega ekki einn að vinna þetta. Í raun var þetta heilt ár sem við vorum í þessu og vorum bara fjórir sem vissu hvað við værum að fara gera,“ segir Helgi Selja og bætir við:

„Þú gast í rauninni ekki umgengist neinn. Ef þú getur ekki rætt við fólk um vinnuna þína það er í raun eins og banna fólki að reyna brjóta ísinn og tala um veðrið. Þú getur í raun ekki verið týpan sem segir, ég get ekki talað um það. Og þú getur heldur ekki farið að ljúga að fólki, og þá er bara best að hitta ekki neinn og þess vegna einangrar maður sig svolítið mikið.“

Runólfur óttast að kveikt verði í húsinu hans: „Lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp“

Runólfur Oddsson, húseigandi að Undralandi 4 í Fossvogshverfinu í höfuðborginu og litli bróðir Davíðs Oddsonar, ritstjóra Morgunblaðsins, er hræddur um að einhver kunni að kveikja í húsinu hans. Hann er sérstaklega smeykur um það eftir að nágranni hans, Eiður Valgarðsson, velti því upp hvort ekki væri kominn tími á að halda áramótabrennu með húsinu hans Runólfs.

Nú þegar hafa verið framin skemmdarverk á húsinu hans Runólfs, meðal annars allar rúður þess brotnar og það ítrekað. Hann óttast framhaldið. „Það er nú ekki á hverjum degi að hvatt er til að kveikt sé í húsum í bænum. Sú hætta er fyrir hendi. Þetta gefur bara veiðileyfi á húsið frá öllum skríl sem gengur laus. Það er búið að mölva hjá mér 21 rúðu en lögreglan gerir ekki neitt,“ segir Runólfur.

Húsið hans Runólfs hefur staðið óhreyft í áratug vegna deilna hans við tryggingafélög og Orkuveitu Reykjavíkur vegna mikils vatnstjóns sem hefur orðið til þess að húsið er gjörónýtt. Hann segist því ekki hafa gert það að leik sínum að láta húsið grotna niður, nágrönnum til ama, heldur þurfi einfaldlega að rífa þetta niður og byggja nýtt. Runólfur vill hins vegar fá úr því skorið hvort hann fái það ekki bætt. „Ég hefði kannski getað haldið garðinum aðeins betur til en ég lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp. Það er ekki eins og ég sé að leika mér að þessu. Hefði ég samt farið að mála eða eitthvað hefði það verið eins og mála stýrishús á bát sem er að sökkva. Núna er ég búinn að vera í málaferlum í mörg ár við Orkkuveituna og tryggingafélögin sem skiptast á því að neita að bera ábyrgð. Ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins rugl því það liggur ljóst fyrir að það er svakalegur leki þarna. Húsið er auðvitað orðið einskis virði en matskerfið á Íslandi er því miður líka ónýtt,“ segir Runólfur og heldur áfram:

„Matskerfið er þannig að það getur hver einasti tækni- eða verkfræðingur skráð sig sem matsmenn og svo hafa dómarar í héraðsdómi kannski ekki mikið vit á þessu og treysta því næstum alfarið á þá. Nú er búið að draga mig á asnaeyrunum í tíu ár. Ég er búinn að vera í þeirri erfiðu stöðu að þurfa sanna að tjónið sé ekki mitt. Ég vil bara að rétt sé rétt og hef því á meðan hvorki getað gert neitt þarna né selt.“

Hólmfríður syrgir litlu systur sína: „Jónína var alveg eins og engill og hlakkaði svo til jólanna“

Hér er fjölskyldan saman komin. Foreldrarnir Ásta og Benedikt á sitthvorum vængnum í efri röð og á milli þeirra eru eldri systkini Jónínu, Pálmi og Hólmfríður. Í neðri röðinni eru yngri systur Jóninu, þær Helga (lengst til vinstri) og Inga í miðjunni. Jónína heitin er svo lengst til hægri.

„Það er mikil sorg í fjölskyldunni. Við erum búin að fylgja henni í gegnum sjúkdóm og þetta er mikil sorg því hana hlakkaði svo til jólanna þar sem hún ætlaði að vera hjá dóttur sinni og barnabörnum til að knúsa þau. Hún var rosalega mikill karakter og mikið jólabarn. Þetta er því svakalegt og erfiður tími núna,“ segir Hólmfríður Benediktsdóttir, eldri systir Jónínu Benediktsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði.

Jón­ína, íþrótta­fræðing­ur og frum­kvöðull, var 63 ára að aldri er hún lést. Hún læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Jónína var mikill frumkvöðull

Jón­ína nam íþrótta­fræði í Kan­ada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu lík­ams­rækt­ar­stöðina á Íslandi. Hún var áhuga­söm að kynna lands­mönn­um mik­il­vægi lík­ams­rækt­ar og stóð meðal ann­ars fyr­ir morg­un­leik­fimi á Rás 1. Síðustu ár hef­ur hún staðið fyr­ir lífs­bæt­andi detox-meðferðum í Póllandi og á Hót­el Örk í Hvera­gerði. Hólmfríður fór fjórum sinnum í detox-meðferða hjá systur sinni og segir þær hafa verið frábærar. „Hún var algjör forsprakki sem hafði svo margar flotta hugmyndir. Detox-ið var alveg svakalega flott,“ segir Hólmfríður.

Hólmfríður syrgir litlu systur sína. Blessuð sé minning Jónínu.

Jón­ína fædd­ist 26. mars 1957 á Húsavík. Hún var miðjubarn í fimm systkinahópi og Hólmfríður passaði hana reglulega. „Ég var sjö ára þegar hún fæddist, hún var alveg eins og engill. Hún var svo fallegur krakki og hún var allt öðruvísi en við systkinin hin. Hún varð strax mikil íþróttakona og þegar hún var í handbotaliðinu þá var það mjög gott,“ segir Hólmfríður og bætir við:

„Ég var mikið að passa Jónínu og það gekk á ýmsu. Jónína var ofsalega hvatvís enda er mikil hvatvísi í fjölskyldunni. Jónína gat verið ofboðslega hlý og vildi alltaf hjálpa. Að sama skapi gat hún líka sagt umbúðalaust það sem henni fannst. Jónína var húmoristi þannig maður veltist stundum um af hlátri.“

Gunnar kveður Jónínu: „Guð blessi minningu hennar“

Hjónakornin fyrrverandi, Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson. Mynd/ skjáskot Facebook

Gunnar Þorsteinsson, áður kenndan við Krossinn, kveður fyrrverandi eiginkonu sína, Jónínu Benediktsdóttur á Facebook. Þau voru gift í nærri 10 ár en skildu í fyrra.

Gunnar skrifar á Facebook stutta kveðju. „Mín ástkæra Jónína Benediktsdóttir er látin. Guð blessi minningu hennar,“ skrifar Gunnar.

Gott var á milli þeirra þrátt fyrir skilnaðinn og voru þau vinir fram til endaloka. Þegar Gunnar veikist á Spáni í sumar, þá hlúði hún að honum, svo nokkuð sé nefnt.

Gunnar var áberandi í íslensku samfélagi sem trúarleiðtogi, lengi vel hjá Krossinum. Jónína er líkamsræktar- og heilsufrömuður þar sem hún hefur um árabil boðið upp á detox-meðferðir, bæði hérlendis og erlendis.

Fyrir tæpum áratug gengu þau í það heilaga og bjuggu sér til fallegt heimili í Hveragerði. Í apríl í fyrra skildu þau aftur á móti og á Facebook gerði Jónína upp hjónabandið þar sem hún sagði kvíða, svefnleysi og samskiptaleysi hafa lamað sig.

Illugi um Covid-19 á Íslandi: „Mikil guðs blessun að ekki var hlustað á lýtalækna og alþingismenn“

Illugi Jökulsson.

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson er svo lifandi feginn því hversu vel íslensku sóttvarnaryfirvöldum hefur tekist til í baráttunni við Covid-19. Hann segir það mikla blessun að ekki hafi verið hlustað á gagnrýnendur aðgerðanna.

Illugi lýsir skoðun sinni í færslu á Facebook. „Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19 virðist leika algjörlega lausum hala og jafnvel í löndum eins og Þýskalandi, sem eru kunn fyrir gætni, þar hrynur fólk nærri stjórnlaust niður, þá hlýtur niðurstaðan að vera sú að þrátt fyrir allt hafi íslenskum sóttvarnaryfirvöldum tekist aðdáunarlega vel upp í vörn sinni gegn pestinni. Og mikil guðs blessun að ekki hafi verið hlustað á lýtalækna og alþingismenn sem vildu fara aðrar leiðir,“ segir Illugi.

Fjölmargir taka undir orð Illuga og eru honum hjartanlega sammála. Fjölmiðlamaðurinn Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. „Þórólfur er maður ársins á Íslandi,“ segir Þorfinnur.

Þór Saari er sammála Illuga en segir verst hvað stjórnvöld hafi átt erfitt undir það síðasta að fylgja tilmælum Þórólfs. Hann telur að íslenska þjóðin eigi eftir að súpa seiðið af því eftir áramót. „Við erum samt enn með heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn sem fer ekki eftir tilmælum sóttvarnarlæknis um sóttvarnir á landamærum þrátt fyrri heimsfaraldur sem er á hraðri uppleið í öllum nágrannalöndum. Það verður líklega mikið um aukavaktir vegna Kóvid hjá heilbrigðisstarfsfólki um jólin, áramótin og fram eftir janúar vegna þess,“ segir Þór.

Um sóttvarnir hef ég þetta að segja: Þegar maður les núna fréttir jafnt frá Ameríku sem Evrópuríkjum þar sem covid-19…

Posted by Illugi Jökulsson on Thursday, December 17, 2020

 

Jónína Benediktsdóttir er látin

Jónína Benediksdóttir íþróttafræðingur og frumkvöðull er látin. Hún var einungis 63 ára. Aðstandendur greina frá þessu í tilkynningu sem Vísir vitnar til.

Jónína var bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.

Jónína kom víða við á ævi sinni en í seinni tíð var hún helst þekkt við detox-ráðgjöf. Hún varð þó fyrst fræg á Íslandi fyrir frumkvöðlastarf í líkamsrækt, en hún rak um árabil líkamsræktarstöðvar.
Hún var þó líka einna mest áberandi á árunum fyrir hrun þegar Baugsmálið stóð yfir. Hún varð þátttakandi í því þegar athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger kærði Jón Ásgeir Jóhannesson.

Miriam Petra syrgir konu sem hún hitti einu sinni: „Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad minnist skólasystur föður hennar í færslu sem hefur vakið talsverða athygli á Twitter. Miriam er hálf egypsk og lýsir því hvernig skólasystkini hans hafi haldið sambandi svo áratugum skipti. Hún kynntist einni skólasystur hans og varði með henni einum degi í París. Hún lést nýverið og skrifar Miriam færsluna af því tilefni.

„Hversu mikið tengist þið grunnskólanum ykkar? Þráður, en ekki alveg um það sem þið haldið: Pabbi minn gekk í grunnskóla í Kaíró á árunum 1948-1956 sem hét English School Cairo. Grunnskóli að enskri fyrirmynd, skólabúningar, God save the King/Queen, allur pakkinn. Krakkarnir voru egypskir, grískir, Armenar, ítalskir, franskir, breskir, múslimar, kristnir, gyðingar – þverskurður af egypsku samfélagi þess tíma. Umrótatímar á árunum 1952-56 enda með Suez stríðinu og skólanum er lokað. Krakkarnir fara öll í sitthvora áttina, pabbi sendur til Englands í nám og endar svo á Íslandi (önnur saga, líka áhugaverð). Margir enda á Bretlandi, einhverjir í N-Ameríku, sumir áfram í Egypt. Þetta fólk er enn, áratugum seinna, að halda reunion. Þau voru nota bene 6-14 ára í þessum skóla. Fljúga milli landa til að mæta,“ lýsir Miriam.

Hún fór eitt sinn á slíkt bekkjarmót. „Árlega er haldið eitt í Kaíró OG eitt í London. Í fyrra var mér boðið að vera semi heiðursgestur á hittingnum í London – fyrir hvað? Jú þeim þótti svo vænt um pabba, honum fannst alltaf svo gaman að hitta þau, kannski ég vildi koma? Ég skellti mér með Eurostar og bauð gamalli bekkjarsystur með mér. Hún náttúrulega heillaði armensku hjónin á borðinu okkar upp úr skónum með ferðasögum frá Armeníu og ég kynntist gömlum vinum pabba. Og sögurnar sem þetta fólk hefur að segja frá þessum tíma, eftirstríðsárin, mið-Austurlönd – & vinátta sem enn er svo sterk,“ segir Miriam.

Ein skólasystir hafði svo samband við Miriam síðar. „Fór svo aftur til Parísar þar sem ég bjó þá og nokkrum mánuðum seinna hafði ein gömul kona úr hópnum samband, vildi bjóða mér í hádegismat fyrst hún var í bænum. Fyrir matinn kíktum við inn í Sacré Cœur og hún keypti endalaust af minjagripum og dóti fyrir vini sína, “Miriam, you see, I also like to pray in churches, it’s all the same god, really who cares” – nákvæmlega eins og pabbi sagði svo oft. Þannig var bara stemmingin þegar þau voru að alast upp í Egypt. Hún gaf mér svo kerlingarlega peysu í gjöf, Parísarbolla úr túristabúð og fáránlegt magn af kleenex pökkum. Gat ekki afþakkað, þeir sem hafa hitt gamlar miðausturlenskar konur tengja.Kleenexið kom sér reyndar vel löngu seinna þegar það var orðið kalt í París,“ segir Miriam.

Hún segir að lokum að þetta sýni vel að maður veit aldrei hvaða fólk snerti við manni. „Ahh Camélia. Hún talaði og talaði, hætti ekki að brosa og hlæja, var eins og ætti auka ömmu í 1 dag Frétti áðan að hún væri dáin. Ég tók því nærri mér, hún var svo hlý og góð við mig, dóttur manns sem hún var með í grunnskóla árið 1949ish og þau voru ekki einu sinni saman í bekk. Camélia, hvíldu í friði þú dásamlega kona. English School Cairo var greinilega magnaður skóli Bottom line. Maður veit aldrei hvaða fólk snertir við manni né hvaða tíma það hefur á jörðinni. Fólk er dásamlegt og að bindast vinaböndum getur greinilega lifað af aðskilnað heimsálfa og tíma. That’s all. Eigið góða nótt .“

Íslendingar geta nú gleymt jólaferðinni til Tenerife – Eyjunni skellt í lás

Tenerife er afar vinsæll ferðamannastaður.

Tenerife hefur verið skellt í lás yfir jólin í tilraun sóttvarnaryfirvalda til að ná tökum á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur hart á þessari stærstu eyju í Kanaríeyjaklasanum. Smitfjöldinn þar er nú sá hæsti á gjörvöllum Spáni.

Eftir neyðarfundi gærdagsins hafa hert sóttvarnarlög verið kynnt og samkvæmt þeim verður lokað fyrir ferðalög til og frá eyjunni frá miðnætti annað kvöld. Veittar eru undanþágur á ferðabanninu í sérstökum tilfellum og munu bannið gilda næstu fimmtán daga.

Búast má við því að þessar hertu aðgerðir geri út um jólaferð hundruð Íslendinga en ferðaskrifstofan Vita var með fyrirhugað breiðþotuflug til Tenerife fyrir jólin. Þá mun þetta koma niður á þeim fjölda Íslendinga sem búa á eyjunni og reka þar fyrirtæki sem nánast alfarið treysta á íslenskt ferðafólk.

Fyrir utan áðurnefnd ferðabann til og frá eyjunni hefur tími útgöngubanns verið hertur og nú þarf fólk að vera komið til síns heima klukkan 22 að kvöldi og má ekki fara út úr húsi fyrr en klukkan sex að morgni daginn eftir. Þá verður börum og veitingastöðum gert skylt að loka og fjöldatakmarkanir hertar í verslunum. Jólakúla eyjaskeggja hefur verið færð niður í hámark sex sem koma mega saman yfir hátíðirnar.

Píratar brjálaðir yfir kynjahlutfalli hóps um kynfræðslu í skólum: „Hvernig getur þetta gerst?“

Mynd / Skjáskot RÚV.

Píratar eru síður en svo sáttir með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og skipan hennar í starfshóp sem efla á kynfræðslu í skólum. Þeir telja kynjahlutfallið í hópnum fáránlegt og gagnrýna einnig að enginn fulltrúi hinsegin samfélagsins fái þar sæti.

Ástæðan fyrir því að Píratar eru ósáttir er sú að í hópnum sem Lilja skipaði sitja ellefu konur og tveir karlar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann betur.

Það er Ingimundur Stefánsson sem hefur umræðuna á Pírataspjallinu á Facebook og bendir þar á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem menntamálaráðherrar láti bara konur móta kynfræðikennsluna. Það hafi Katrín Jakobsdóttir einnig gert á sínum tíma.

„Þetta er með ólíkindum – og kallar á Kastljósþátt. Hvernig getur það gerst að mennatmálaráðuneyti finnur ekki karla hjá einhverju þessarra apparata, nú eða annarra, til að móta þessa stefnu um kynfræðlu??? Einhverra hluta vegna er þessu ráðuneyti mislagðar hendur – Katrín Jakobs í hlutverki menntamálaráðherra hýsti kennslugagn í kynjafræðum, Kynungabók, sem eingöngu var ritstýrð og rituð af konum 6. Karl myndskreytti og prófarkalas,“ segir Ingimundur.

Fjölmargir Píratar gagnrýna kynjahlutfall starfshópsins. Helgi Ingólfsson bendir á ungan aldur karlanna tveggja sem í hópnum eru. Hann óttast fyrirfram talsverða slagsíðu í vinnu hópsins. „Karlmennirnir tveir í þessum hópi eru, held ég, báðir piltar á táningsaldri. Sem þarf alls ekki að gera þá síður hæfa til starfsins, skal tekið fram. En tveir unglingspiltar andspænis 11 galvöskum konum, sem sumar hverjar eru heilmikil ljón með hvesstar klær og hreinar bombur í fræðunum – æ, ég hef lent í ekkert mjög ósvipuðum aðstæðum og vildi ekki vera í sporum blessaðra drengjanna – þótt ég efist ekki um að þeir standi sig vel,“ segir Helgi.

Birna Eik Benediktsdóttir er alls ekki sátt. „Magnað að setja upp svona nefnd og hafa enga hisegin eða transmanneskju með í henni,“ segir Birna.

 

Svona lítur starfshópur Lilju út:

Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar,

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar,

Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar,

Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,

Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema,

Ingólfur Atli Ingason, Samfés – landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands

Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun,

Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar,

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis,

Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót,

Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.

Fiskikóngur fiktar í dagsetningum

Fiskikóngurinn frægi, Kristján Berg Ásgeirsson, var ekki ánægður með heimsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í verslanir hans. Eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að fiktað hefði verið í dagsetningum á endingu matvæla. Sjálfur tilkynnti Fiskikóngurinn að eftirlitið  hefði verið að fara gegn vörum sem væru framleiddar eftir aldargömlum aðferðum. Það liggur í málsvörninni að um sé að ræða fordóma gegn góðum og gildum mat. meðal þess sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við var að upp­lýs­ing­um um geymsluþol á reyktum sil­ungi verið breytt úr þrem­ur mánuðum í um þrjú ár. Fjöldi annarra athugasemda varðandi vörumeðferð hjá Kristjáni Berg voru settar fram. Fiskikóngurinn er einn umsvifamesti auglýsandi landsins og selur jöfnum höndum skötu og heita potta með afar sérstæðri framsetningu …

Raddir